Kominn er tími til, að ríkið fari að selja fíkniefni og rústi svarta markaðinn. Efnin flæða hvort sem er um landið. Í neðanjarðarhagkerfinu hafa skipulagðir glæpaflokkar látið til sín taka. Hundruð manna starfa í bransanum. Fólk vitnar ekki gegn handrukkurum, því að það telur sig ekki hafa skjól hjá opinbera kerfinu. Þannig hefur myndazt ríki í ríkinu. Afl svarta markaðarins nagar innviði þjóðfélagsins. Ríkissala fíkiniefna yrði hins vegar rothögg á glæpalýðinn. Tekjur ríkisins af sölu fíkniefna má svo nota til að efla endurhæfingu og aðrar varnir gegn misnotkun þeirra.