Ríkið þarf að girða

Punktar

Hæstiréttur hefur ákveðið, að ríkið eigi Hrunaheiðar en ekki kirkjan í Hruna. Það finnst mér fínt, því að auðveldara er að lögsækja ríkið en prestinn fyrir skort á umhirðu um eignina. Landlitlir sauðfjárbændur í Hrunamannahreppi, sem tíma ekki að setja fé á afrétt, hafa sett það á Hrunaheiðar, væntanlega á ábyrgð eigandans. Afréttin er vel girt og sauðfjárhagar eru vel girtir nema þessi eini. Væntanlega verður ríkið núna að girða þessa eign sína, svo að sauðfé haldist annað hvort utan eða innan girðingar á þessu fræga riðusvæði.