Síðbúin hefur Matvælastofnun játað, að eftirlit hennar hefur lengi leitt í ljós óforsvaranlegar aðstæður dýra á verksmiðjubúum. Svín hafa legusár, því að þau geta ekki staðið upp vegna þrengsla. Kjúklingar hafa vætubruna, því að þeir eru hafðir of þétt saman. Ekkert hefur verið gert enn við þessum óskunda. Því er borið við, að tími hafi verið of skammur. Haldi Matvælastofnun frambærilegt, að halda slíkum upplýsingum leyndum mánuðum saman, er hún ekki að starfa fyrir fólkið í landinu. Lengi hefur verið grunað, að matvælaeftirlit hér er að mestu leyti fúsk, Og nú hefur það verið staðfest. Skiptum út yfirstétt eftirlitsins.