ETA, Eftirlitsstofnun EFTA-ríkja, varar íslenzk stjórnvöld við að niðurgreiða orku til stóriðju. Samræmist ekki samstarfi Evrópuríkja. Orku skuli selja á markaðsverði. Leggur fram línur um verklag til að finna markaðsverð. Tilefnið er Kárahnjúkavirkjun. Niðurgreiðir orku til Alcoa Fjarðaáls samkvæmt fjörutíu ára landráðasamningi. ETA vill, að strax verði hafið ferli til að leiðrétta orkuverðið. Ríkið hefur einn mánuð til að fallast á þá kröfu. Að öðrum kosti muni ETA opna formlega rannsókn um næstu áramót. Að venju kemur allt réttlæti á Íslandi frá Evrópu. Án aðhalds að utan væri stolið hér öllu steini léttara.