“Flestir af þeim sem stjórna okkur eru sjálfhverfir fábjánar. … Við erum einfaldlega að upplifa efnahagslegan hernað ríkra gegn fátækum.” Segir einn þekktasti blaðamaður Guardian um áform ríkisstjórnar Breta. Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndir hyggjast lækka skatta á hátekjufólki og spara á móti velferð á borð við húsaleigubætur og velferðarbætur. Í stíl við harða stefnu hægri hugmyndafræðinga á Vesturlöndum. Þetta mun koma sterkt til álita hér, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn taka völdin í vor. Fæddir með silfurskeið í munni halda formenn, að auður hátekjufólks sáldrist niður til fátækra.