Ríkisábyrgð neitað

Punktar

Mér er ekki ljóst, hvort á hreinu er, að ríkið ábyrgist ekki stóra banka. Í hruninu kom í ljós, að ríkið skortir burði til að ábyrgjast viðskiptabanka. Síðan hefur komið í ljós, að aftur rekur þjóðarfleyið í sömu átt og fyrir hrun. Með aukinni græðgi og áhættufíkn banksteranna. Innistæður í bönkunum þremur nema alls 1.400 milljörðum króna. Við allt aðrar aðstæður gæti ríkið leigt út ábyrgðir og haft af þeim miklar tekjur. En við íslenzkar aðstæður er það of áhættusamt, upphæðirnar eru of háar. Segja þarf skýrum orðum í lögum, að ríkisábyrgð sé engin og muni engin verða. Taka þarf af allan vafa.