Ríkisbáknið er ódýrt

Punktar

Viðskiptaráð hefur leiðbeint hægri stjórnvöldum frá aldamótum. Bankaskrímslið var byggt upp að ráði þess og hrundi. Ævinlega er ráðið yzt á brauðmolastefnu núverandi ríkisstjórnar. Nýjasta útspilið er krafan um fækkun ríkisstofnana. Hefur þá forsendu, að vegna fámennis sé ríkisbáknið dýrara á hvern íbúa en í stóru ríkjunum. Alröng forsenda. Íslenzka ríkisbáknið er ódýrara í rekstri á hvern íbúa en í öllum þorra ríkja Vestur-Evrópu. Ellefu ríki heimshlutans hafa meiri ríkiskostnað á íbúa en Ísland (Wikipedia). Krafa Viðskiptaráðs er gott dæmi um, að nauðsynlegt er að grandskoða sannleiksgildi allra fullyrðinga þess.