Kreppan er rétt að byrja. Fyrr eða síðar rúllar Landsbankinn. Hann er verr rekinn en Glitnir var, en átti meira fé í kassanum. Það er kassastaðan, sem réð úrslitum, en ekki eignastaðan. Eignir eru verðlausar í kreppunni, því að enginn vill kaupa þær. En röðin kemur að Landsbankanum, því að kreppan heldur áfram og hvergi er fé að hafa. Engin merki eru um, að traust myndist að nýju á næstu misserum. Þegar ríkissjóður bjargar Landsbankanum á sama hátt og Glitni, verður staða ríkisins orðin völt. Skuldatryggingarálag þess fer yfir 1000. Yfirvofandi ríkisgjaldþrot verður umræðuefni næsta árs.