Ríkissaksóknari dúllar sér

Punktar

Ríkissaksóknari dúllar sér við að kæra mann fyrir að standa með spjald á almannafæri við bandaríska sendiráðið. Það eru sko ekki annir á þeim bæ. Þegar búið er að koma kærunni gegn níumenningum af stað í kengúrudómstóli borgarinnar, tekur næsta mál við. Hrunmálin hafa annan og hægari gang. Ef svo fer sem horfir, verður að stórefla andóf og mótmæli gegn ógeðskerfi, sem enn er við lýði. Enn eru það ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri, sem stjórna landinu. Er ókleift að losa okkur við ruglaða tindáta? Þarf alvöru byltingu? Ég sem hélt, að þjóðin hefði hafnað hugarfari lögregluríkisins.