Ríkisstjórn hinna ríkustu

Punktar

Ríkisstjórnin gætir hagsmuna hinna ríkustu í samfélaginu. Sér um, að bankar fari ekki á hausinn. Í því skyni hefur hún tekið tugmilljarða lán til að baktryggja bankana. Skattgreiðendur borga vextina af þessu láni. Hún gætir hagsmuna orkuframleiðenda og erlendra fjárfesta í álbræðslum. Hún passar upp á, að orkan sé seld þeim á niðursettu verði. Raforkunotendur borga brúsann af þeirri hjálpsemi. Ríkisstjórnin er svo forstokkuð, að formaður Samfylkingarinnar sér enga kreppu. Sér ekki 14% verðbólgu, 15% vexti, 30% fasteignafall. Sér ekki, að unga fólkið kiknar undir árásum bankanna.