Ríkisstjórnin er einsdæmi

Punktar

Ráðherrar treystu sér ekki til að tala við blaðamenn að loknum mikilvægum og löngum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hafa má það til marks um eymd og volæði ríkisstjórnarinnar. Hún er einsdæmi á Vesturlöndum. Í fyrsta lagi er hún nánast stjórnlaus, því að hver ráðherra fer sínar eigin leiðir. Í öðru lagi er hún heltekin af ótta við, að fólk frétti, hvað hún sé að bralla. Ræðir um fjárlagafrumvarp, fangelsi og önnur umdeild mál á þriggja tíma fundi. Enginn má vita, hvernig straumar liggja í stjórninni. Þannig fer fyrir ríkisstjórn, sem er einu hóstakasti frá verðskulduðu andláti. Ég hef gefizt upp á henni.