Ríkisstjórnin er flugslys

Punktar

Látum vera með illgirnina og trúarofsann; verri vandi er vangeta ráðherranna. Hver um annan þveran eru þeir aumingjar. Horfa á allt hrynja yfir sig, án þess að fá rönd við reist. Eygló er hreint slys í húsnæðismálum. Ungt fólk getur hvorki keypt né leigt og banksterarnir eru viti firrtir af græðgi. Ragnheiður Elín er hreint slys í ferðamálum. Við kaffærumst í tækifærum og vandamálum og hún floppar alla þá leið. Kristján Þór veltir Landspítalanum svo hastarlega, að hann verður vart endurreistur. Og nú er Gunnar Bragi kominn með sjálfan Pútín á bakið. Hjálpi okkur allir heilagir; ríkisstjórnin er meiriháttar flugslys.