Ríkisstjórnin er valdalítil

Punktar

Jóhann Hauksson álitsgjafi segir satt. Ríkisstjórnin stjórnar ekki landinu, heldur fer undan í flæmingi. Stjórnar ekki bönkunum og hafði aldrei neina stjórn á skilanefndum þeirra. Hrunverjar hafa tekið Íslandsbanka. Stjórnin stjórnar ekki Ríkisútvarpinu, þar ræður Páll. Stjórnar ekki kvótakerfinu, kvótagreifar hafa náð undirtökunum. Allra sízt ræður stjórnin ferðinni í IceSave. Þar ráða hrunverjar með hjálp Ögmundar og Ólafs Ragnars. Stjórnin hefur enga burði til að bera hönd fyrir höfuð sér. Þar er Steingrímur einn á vakt og kemst ekki yfir allt. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar.