Ríkisstjórnin heyrir ekkert

Punktar

Því meira sem ég les um IceSave því sannfærðari er ég um, að ríkisstjórnin hafi rangt fyrir sér. Hún er komin í sjálfheldu og hlustar ekki á nein ráð. Steingrímur J. Sigfússon bölsótast eins og reiður tarfur. Gylfi Magnússon fer endalaust með sömu, sljóu þuluna eins og zombie. Á sama tíma er þjóðin orðin skelfingu lostin. Stafar af, að hún treystir ekki ríkisstjórninni. Lygar hennar eru orðnar of ljósar öllum, sem sjá vilja. Ríkisstjórninni hefur verið bent á sáttaleið, plan B, sem róar þjóðina og róar þá, sem vilja lána okkur: Þak á ársgreiðslum. En hún heyrir ekkert. Flækist bara fyrir.