Ríkisstjórnin hefur ítrekað logið að ykkur, að eignir IceSave slagi hátt upp í skuldir, sem hún hyggst ábyrgjast. Lengst í þessum blekkingum hefur gengið Steingrímur J. Sigfússon. Hann hefur meira að segja lofað framgöngu Svavars Gestssonar sendiherra. Markmiðið er að selja þjóðinni þá firru, að meintar eignir IceSave verði seljanlegar. Ríkisábyrgð sé bara formsatriði. Varið ykkur á Steingrími. Ítrekaðar fullyrðingar hans um, að Ísland sleppi vel frá IceSave eru fullkomlega marklausar. Steingrímur hyggst gefa út óútfylltan víxil, sem verður ykkur hundraðfalt þungbærari en ríkisstjórnin fullyrðir.