Ríkisstjórnin óttast gegnsæi

Punktar

Við þurfum að sjá, hvernig nýtilorðnar skuldir ríkisins skiptast. Hversu mikið hafa nýju bankarnir kostað. Hvað hefur farið í að milda tap eigenda innistæðna. Hefur fé verið notað til að koma fólki eða fyrirtækjum fyrir horn. Við lesum hrikafréttir af heildarupphæð ríkisskulda, en fáum ekkert að vita um skiptingu þeirra. Við fáum ekki heldur að vita um niðurstöðu mats Oliver Wyman endurskoðenda á eignum gömlu bankanna. Okkur var lofað birtingu 15. apríl, en hún er ekki komin enn. Ríkisstjórnin hefur gleymt loforði sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslu. Henni finnst bezt, að fólk viti sem minnst.