Ríkisstjórnin spreðar fé

Punktar

Ég skýt á, að eignir Landsbankans í Bretlandi nemi þrjúhundruð milljörðum af sexhundruð, sem ríkisstjórnin hefur ábyrgzt. Eftir standa þrjúhundruð milljarðar, fórnarkostnaður Íslands af láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og ýmissa ríkja. Ríkið fórnaði áður þrjúhundruð milljörðum til að milda tjón eigenda peningamarkaðsbréfa. Einnig ellefu milljörðum til að bæta vonda stöðu sjóðs níu hjá Illuga Gunnarssyni þingmanni. Ríkið hefur þar á ofan fórnað hundruðum milljarða til að bæta stöðu bankanna. Vonandi reynir hún ekki líka að nota hundruð milljarða til að halda uppi of háu krónugengi.