Ríkisstjórnin er búin að vera. Hún sveik þjóðina um kvótann. Jón Bjarnason valdi vini kvótagreifanna í sáttanefnd, sem hafnaði fyrningu kvóta. Hún sveik þjóðina um siðvæðingu banka. Önnur kynslóð bankstera eftir hrunið er nákvæmlega eins glæpahneigð og sú kynslóð bankstera, sem olli hruninu. Hún sveik þjóðina um afnám bankaleyndar. Í rauninni er ríkisstjórnin öll eins gefin fyrir leyndó og allar fyrri ríkisstjórnir hafa verið. Hún er þar á ofan að setja upp ríkisritskoðun fjölmiðla. Enginn munur er á þessari aumu ríkisstjórn og þeirri ríkisstjórn, sem hrunverjar hefðu sjálfir myndað.