Ríkisstjórnin taki forustu

Punktar

Dómsmálaráðherra ber að hafa forustu um að þrýsta dómsmáli um verðtryggingu gegnum dómskerfið. Málsaðilar eru lánardrottnr og skuldarar gengistrygðra bílalána og hugsanlegra líka gengistryggðra húsnæðislána. Ríkisstjórn og málsaðilar þurfa að óska flýtimeðferðar í héraðsdómi og Hæstarétti. Óska eftir, að menn komi úr sumarfríi, ef á þarf að halda. Ótækt er að bíða í hálft ár eða lengur eftir niðurstöðu. Hún þarf að koma fyrir haustið, helzt í ágúst, svo að menn geti fljótt farið að skipuleggja sig. Dómstólar verða að taka tillit til aðstæðna. Sumarfrí verða að víkja fyrr þjóðarnauðsyn.