Ríkisstjórninni hefur smám saman verið að fara aftur. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ekki lífsorku eða karisma til að taka þjóðina á hné sér og ávíta hana fyrir græðgi og sérgæzku. Að segja henni að hærri skattar og fleira ógeð sé nauðsynlegt í stöðunni. Hún og Steingrímur Sigfússon eru frosin í gamalli pólitík, þar sem leyndó var alfa og ómega stjórnmála. Hann er heltekinn af leyndó, ráðskast með fjármálafyrirtæki eins og þau séu hans einkaeign. Fylgi og þinglið kvarnast af ríkisstjórninni. Að lokum mun henni takast það afrek að verða óvinsælli og hataðri en stjórn Geirs Haarde var orðin við andlátið.