Ríkisútvarpið

Punktar

Við þurfum ekki Ríkisútvarp til að keppa með forgjöf um afþreyingu í þjóðfélaginu. Nógir eru um boðið á því sviði, án þess að hallarekstur með forgjöf eigi heima við sama borð. Eina tromp Ríkisútvarpsins er fréttastofa gufunnar, sem skipuð er góðu starfsfólki að frumkvæði Kára Jónassonar fréttastjóra, sem nýlega hætti hjá stofnuninni. Nú hafa mál skipast þannig, þrátt fyrir útvarpsstjórann og flokkinn, að horfur eru á, að fréttastofan haldi áfram að vera tromp Ríkisútvarpsins, haldi áfram að vera eina afsökunin fyrir tilveru stofnunar, sem rekin er á kostnað þjóðarinnar.