Rio Tinto tuddast

Punktar

Alræmt Rio Tinto reynir hvarvetna að níðast á starfsfólki og samfélagi. Vill nú færa samningsbundin kjör yfir í verktöku í álveri sínu í Straumsvík. Ýta fólki í alþjóðlegt kapphlaup verkafólks niður á botninn. Það kallast hagvöxtur. Ráða lítilþægt aðkomufólk í stað sjálfstæðra heimamanna. Endastöð auðhyggju er að sprengja stéttarfélög og skrúfa niður tekjur fólks. Gróðafíknin er hömlulaus. Í hálfa öld var álverið í dúnsæng. Fékk orku á kostnaðarverði, skattaafslætti og margvísleg fríðindi. Gróðinn er allur látinn hverfa sem hækkun í hafi. Og samt segir Rannveig Rist gjaldþrot blasa við. Brjálæðingar eiga heima á stofnunum.