Húsnæðisloforð stjórnarinnar eru í stíl Eyglóar Harðardóttur. Eitthvað á þessa leið: Ég er ofsagóð, alltaf að hugsa um húsnæðislausa. Einu sinni á ári skipa ég nefnd til að hjálpa mér að hugsa. Boða frumvarp í hverjum mánuði og einhvern tíma birtist frumvarpið, því að ég er svo góð. Svo kemur kannski að því, að við í ráðuneytinu finnum einhvern, sem kann að reikna. Þá vil ég, að farið verði að reikna. Nú hef ég sett saman ljóð, sem ég kalla „risaskref í húsnæðismálum“. Þar kemur fram, að ég er að hugsa um að byrja að gera eitthvað árið 2016. Þetta ljóð mitt er það merkasta, sem „gert“ hefur verið í húsnæðismálum „í 50 ár“.