Í Bandaríkjunum hafa rúmlega fimmtíu manns látizt af völdum rítalíns, geðlyfs, sem hér á landi er notað til að halda óþægum skólabörnum í skefjum, svo að hægt sé að halda uppi kennslu. Þetta voru fullorðnir og börn, sem dóu úr hjarta- eða heilabilun. Ráðgjafanefnd landlæknis í Bandaríkjunum hefur mælt með, að svartur viðvörunarmiði verði settur á pillubox með rítalíni. Þetta lyf er í rauninni amfetamín og ætti því að kveikja á aðgæzluljósum, þegar menn freistast til að gefa óþekktarormum pillur til að fá frið.