Vandamálafræðingar kalla dugleg börn ofvirk og láta sefa þau með rítalíni til að þau séu til friðs í skólanum og samfélaginu. Börn, sem sleppa við þessa meðferð, verða fyrirferðarmikil í viðskiptum, fara í útrásir um heim og græða milljarða. Sljóu rítalínbörnin hins vegar eiga í vændum að laðast að samkvæmum, þar sem snæddur eru brie og drukkið chablis. Þegar þau fullorðnast, verða þau vandamálafræðingar, sem sitja á málþingum og velta vöngum yfir mikilvægum spurningum í félagslegum réttrúnaði. Rítalínstefnan sækir fram, Íslendingar eru orðnir Evrópumeistarar í notkun deyfilyfsins.