Ritskoðaður sannleikurinn

Punktar

Sannleiksnefndin ætlar ekki þjóðinni aðgang að skýrslu sinni um orsakir bankahrunsins. Skýrslan í heild er ætluð innvígðum, en almenningur fær að sjá valda kafla úr henni. Þetta er auðvitað brandari, ef menn geta þá enn brosað. Sannleiksnefndin hefur almenning að fífli. Það hlaut að vera, að nefnd undir forsæti Páls Hreinssonar leyndarkóngs teldi óeðlilegt, að fólk fái upplýsingar. Þetta kansellí-lið veit ekki, að við viljum búa í upplýstu samfélagi. Að hætti embættismanna löngu liðinna alda lítur það á okkur sem pupulinn. Boðað er, að við fáum í febrúar að sjá ritskoðaðan sannleikann.