Ritskoðun í Írak

Punktar

Því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir eins. Samkvæmt grein eftir Saul Hudson hjá Reuters kvarta starfsmenn sjónvarpsins í Írak yfir ritskoðun Bandaríkjahers, sem til dæmis bannar, að lesið sé upp úr kóraninum. Fréttirnar eru ritskoðaðar af eiginkonu Kúrdaforingjans Jalal Talabani. Dan North, kanadiskur sjónvarpsráðgjafi, sem raunar var ráðinn af hernum, segir að óhugsandi sé á vesturlöndum, að stjórnmálaforingjar stýri sjónvarpi á þann hátt. Áður kúgaði Saddam Hussein sjíta-meirihlutann, en nú kúgar Bandaríkjaher sjíta-meirihlutann. Því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir eins.