Ritstýrður eða sjálfvirkur

Fjölmiðlun

Tómas Hafliðason, potturinn.com, misskilur skrif mín um blogg.gattin.net og eyjan.is. Ég er ekki að sameina epli og appelsínur, bara tengja. Að tala um not, sem ég hef af miðlum. Annar færir mér fréttir dagsins og hinn færir mér blogg dagsins. Svo einfalt er það fyrir mig. Annar er ritstýrður miðill með góðu úrvali frétta og lakara úrvali bloggs. Hinn er sjálfvirkur miðill, þar sem allir, sem ég nota, kjósa að vera, nema tveir. Ég hef hvorn miðil til síns brúks. Oft les ég alla 130 nafngreinda bloggara dagsins, stundum bara sérvalda 45. Helzt vildi ég geta lesið fréttir og blogg á einum stað.