Samkvæmt fréttum er þorri mála alþingis staðfestingar á fjölþjóðlegum samningum, einkum frá Evrópusambandinu. Okkur ber skylda til að innleiða lög sambandsins. Afgangurinn er að mestu leyti afgreiðslur frá stofnunum ríkisins. Aðeins sex mál alþingis eru pólitísk: Fjölgun ráðherra. Hert lög um brottvísanir útlendinga. Jafnlaunavottun. Tilfærslur í velferðarkerfinu og fæðingaorlofi. Innanlands flugþróunarsjóður. Framkvæmd búvörusamninga. Bús í búðir. Þess sjást ekki merki, að þjóðfélagið sé að fara á hvolf vegna árása stjórnvalda á kjarasamninga, á aldraða og öryrkja eða á húsnæðismál unga fólksins. Mál stjórnarandstöðunnar fást ekki rædd.