Róa sig niður á vefnum

Punktar

Brezk rannsókn sýnir, að fólk í fríi vill hafa aðgang að vefnum. Það slakar ekki á, róast ekki, nema hafa netasamband á ströndinni, á barnum og í garðinum. Ég þekki þetta. Á skömmum tíma hefur þessu fólki fjölgað úr 3% í 21%. Ferðaþjónusta þar í landi er önnum kafin við að gera fólki þetta kleift. Hótel og kaffihús verða að hafa ókeypis þráðlaust samband, annars missa þau viðskiptavini. Spurning er, hvort íslenzk ferðaþjónusta sé með á nótunum. Samkvæmt minni reynslu vita sumir ferðaþjónustuaðilar varla hvað internetið er. Hvað þá að þeir hafi heyrt getið um þráðlaust samband.