Röð af rangfærslum

Punktar

Fésbókin og bloggið þurfa að hafa menn á hælum Sigmundar Davíðs til að skrá bullið, sem vellur upp úr honum. Í grein í Mogganum fer hann rangt með afrek ríkisstjórnar sinnar. Hagvöxtur tók ekki mikinn kipp við að sjá SDG, var þá 3,3%. Jöfnuður jókst ekki við að sjá SDG, Ginistuðull var þá 24. Atvinnuleysi minnkaði ekki við að sjá SDG, var þá og er enn 5,8%. Kaupmáttur óx ekki hraðar við að sjá SDG, heldur um 2% í stað 5,3% áður. (Athugið, að staða mála árið 2013 skrifast á fyrri ríkisstjórn.) Eitt einkenna Sigmundar er, að hann fullyrðir bara það, sem honum dettur í hug hverju sinni og gleymir því síðan jafnóðum. Loddarinn vindur sér bara að næsta vanda með næsta þvættingi.