Svo mikill hluti þjóðarinnar telst til einhvers konar miðstéttar, að rödd fátækra heyrist nánast ekki. Flest baráttufólk, sem kallað er vinstri sinnað, er í raun miðstéttarfólk. Til dæmis fólk, sem vinnur í stjórnmálum eða félagsmálum. Það er komið í töluverða fjarlægð frá undirstéttinni og býr ekki við sömu kjör og hún. Þess vegna er hér enginn verkafólksflokkur. Sjómenn Samherja reka til dæmis erindi kvótagreifa á útifundum. Flokkur fólksins nær varla inn á þing án þess að vera í bandalagi með útlendingahöturum. Hann hlífir þannig greifunum við ábyrgðinni og færir hana yfir á valdalaust fólk. Næsta bylting mun því koma frá miðjunni.