Rofið birtist ekki

Punktar

Þótt rof hafi orðið á pólitísku trausti, sjást þess fá merki í könnunum. Enn ber bófaflokkurinn höfuð og herðar yfir aðra stjórnmálaflokka. Ríkisstjórn hans er að vísu í minnihluta, en ekki í neinni fallhættu. Hún vinnur ósleitilega að hruni velferðar og einkavinavæðingu hennar. Opinská spilling blómstrar sem aldrei fyrr. Bófarnir vita, að þeir komast upp með hana. Þriðjungur þjóðarinnar er sáttur við hana. Bófarnir geta látið sér það nægja. Síðasta hrun var á kostnað fátækra. Það næsta virðist verða það líka. Andstaðan verður að vinna öflugar að heildstæðri og fjárhagslega útreiknaðri stefnu. Sem fjötrar bófana og bjargar velferð fólksins.