Rökin gegn greiðslu IceSave

Punktar

Færa má rök fyrir, að Ísland eigi ekki að borga IceSave, ekki bara slagorð. Þótt hefð sé fyrir þjóðnýtingu bankatjóns, er hún tæpast náttúrulögmál. Ríkisstjórnir geta vísað á ábyrgðarsjóð og neitað að velta einkaskuldum einkabanka yfir á almenning. Þótt fyrri ríkisstjórn hafi í þröngri stöðu og undir ofbeldi fallizt á þjóðarábyrgð. Játningar undir þrýstingi hafa ekkert siðferðilegt vægi. En Geir kallaði í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Síðan hafa peningar streymt inn og hindrað þjóðargjaldþrot. Við erum líka skuldbundin Norðurlöndum, þótt okkur líki það illa. Við borgum því þessa 47 milljarða.