Davíð Oddsson segir í Staksteinum, að gagnrýni á forsætis feli í sér aðför að málfrelsi forsætis. Björn Ingi Hrafnsson tekur undir það í Pressunni. Eru báðir súrir yfir aðkasti vegna jákvæðra hliða, er forsætis sér á yfirvofandi hörmungum mannkyns. Gagnrýni getur samt aldrei falið í sér, að málfrelsi sé í hættu. Gagnrýni er bara skoðun og felur ekki í sér vald. Aðeins valdhafar hafa vald til að takmarka svigrúm fólks til að tjá sig. Davíð og Björn Ingi rugla bara. Reyna að færa umræðuna á lægra plan. Hér myndast hefð fyrir, að siðblindir dólgar reyni að trufla eðlilega umræðu með fáránlegum rökleysum.