Mitt Romney tapar forsetakosningum Bandaríkjanna í haust. Repúblikanar eru orðnir flokkur Teboðshreyfingarinnar. Róttækur hægri flokkur, sem fælir burt meginstraum kjósenda. Hratt hefur Romney horfið frá miðjustefnu sinni sem ríkisstjóri Massachusetts og tekið upp allt teboðsruglið. Í rauninni eru það Koch-bræður, sem hafa tekið yfir flokkinn. Nærri alls staðar hafa peð þeirra unnið í prófkjörum repúblikana. Sömu bræðurnir og halda uppi ljúnatískum áróðursvélum Heritage Foundation og Cato Institute. Þær teygja anga sína til Íslands, fjármagna fyrirlestra bandarískra ljúnatikka við Háskóla Íslands.