Rómverskir ullarsokkar

Punktar

Samkvæmt fornleifafundi í Bretlandi voru rómverskir hermenn ekki berfættir í sandölum sínum eins og ætla mætti af kvikmyndum og Ástríki. Þeir voru í þykkum ullarsokkum eins og skynsamir Íslendingar áður fyrr. Við Darlington í Durham hefur fundizt fótlaga handfang, sem sýnir ökklabundinn sandala og notalega þykka ullarsokka. Þá vitum við, að það var á ullinni, sem rómverskir hermenn þrömmuðu um heiminn, þegar þeir bjuggu til rómverska heimsveldið. Engar líkur er á, að bandaríska heimsveldið endist eins lengi og það rómverska, enda kunna ameríkanar ekki að meta ullarsokka.