Fréttablaðið hefur misst Svanborgu Sigmarsdóttur, Auðun Arnórsson, Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur og Hrefnu Sigurjónsdóttur úr starfi. Ég held, að blaðið tapi á því, þetta voru valinkunnir blaðamenn. Miklu nær var fyrir blaðið að grisja silkihúfurnar. Þar er mikið af yfirmönnum, aðstoðarviðaukastjórum af ýmsu tagi. Einnig eru þar fullar skrifstofur af stoðdeildum ýmiss konar, markaðsfræðingum og mannauðsstjórum, ívent-fulltrúum og ímyndarfræðingum, blaðurfulltrúum og samskiptasérfræðingum. Slíkir fóru að ryðjast inn á fjölmiðla í lok síðustu aldar. Hafa æ síðan étið upp hagnað fjölmiðlanna.