Ósammála lýsingu Björns Vals Gíslasonar á forseta Íslands. Hefði notað allt aðra lýsingu sjálfur, en læt hana liggja milli hluta. Orðin ræfill og bjáni eiga við allt annan hóp fólks, kjósendur Ólafs Ragnars Grímssonar. Þeir hafa fengið sameiningartákn við hæfi. En táknið sameinar ekki alla þjóðina, síður en svo. Um ekkert fyrirbæri í samfélaginu er meiri klofningur en einmitt um núverandi forseta Íslands. Klofningurinn þar er svipaður og í afstöðunni til fjórflokksins. Þar vill öflugur minnihluti fólks ekkert hafa með flokkana að gera, sem hafa stýrt þjóðfélaginu síðustu áratugi. Og friður er víðs fjarri.