Tjáningarfrelsi er misjafnt á Vesturlöndum. Víðast hvar er leyfilegt að segja satt, nema á Íslandi. Á meginlandi Evrópu eru þó sums staðar bannaðar skoðanir. David Irving var dæmdur í fangelsi í Austurríki fyrir að gera lítið úr helför gyðinga. Sums staðar er umtal bannað. Í Frakklandi var eBay knúið til að hætta við uppboð minjagripa frá tíma nazista. Þýzkaland er líka afar viðkvæmt fyrir öllu, sem gerðist á tíma Þriðja ríkisins. Fólk er enn hrætt við það, sem gerðist fyrir sextíu-sjötíu árum. Fyrir tveimur kynslóðum. Það lýsir sér í lögum og dómum aðildarríkja síðustu styrjaldar.