Röngum tölum misþyrmt

Punktar

Þótt Íslendingar hafi gullfiskaminni, nær þjóðarruglið ekki þeim hæðum, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi 43% fylgi. Enda segja tölurnar annað, hann hefur 23% fylgi, sem er sögulegt lágmark. Tölurnar segja líka frá hruni Framsóknar niður í 8%. Hvernig þeir tveir flokkar eigi að mynda stjórn að kosningum loknum, er mér hulin ráðgáta. Vitleysan nær hæstum hæðum, þegar fjölmiðlar misþyrma röngum tölum upp í meirihluta á þingi. Hvorki gömlu flokkarnir né nýju framboðin hafa neitt fylgi. Enn er ekki kominn til sögunnar flokkurinn, sem verður kjölfesta næstu ríkisstjórnar. Þar verður eina von þjóðarinnar.