Þegar útlendingi mistókst að stela úrum upp á tíu milljónir, fékk hann fimm ára fangelsisdóm. Yfirmanni í Sparisjóðabankanum mistókst að stela hundrað milljón krónum. Sá fékk tveggja ára fangelsi. Sýnir, að dómar lækka, þegar upphæðirnar hækka. Spurningin er svo, hvenær refsileysið byrjar. Hvar verða tölur svo háar, að dómkerfið skilur þær ekki og vísar þeim frá af tæknilegum ástæðum? Þegar farið er að telja glæpaviljann í milljörðum króna? Margoft hefur komið fram, að heimskir dómarar skilja ekki hærri upphæðir en þær, sem rónar stela í búðum. Bara bjórkippur og sígarettukarton eru á færi dómara.