Rörsýn menntaráðherrans

Punktar

Styttri framhaldsskóli er árátta, er stafar af heimskri rörsýn ráðherra. Illugi Gunnarsson telur milljarða sparast við styttingu um eitt ár. Hvað mætti spara með að stytta um tvö ár eða jafnvel stytta um þrjú ár? Unglingar þroskast ekki hraðar með lögum og reglugerðum. Nú þegar koma nemendur illa undirbúnir upp í háskóla og eru þar til vandræða. Endar rörsýn ráðherrans með, að farið verður að kenna lestur og skrift í háskólanum? Og hvernig varð til sú firra, að nám sé eins konar færiband á forsendum atvinnulífsins. Nám er þroski, ekki færiband. Í menntaskóla hafði ég mest gagn af hangsi á kaffihúsum. Tíminn tekur sinn tíma.