Rosalega er flott, að hagsmunasamtök kveina yfir sameiningu ráðuneyta í eitt ráðuneyti atvinnuvega. Segir mér, að það sé skynsamleg ákvörðun. Kvartanir berast nú frá samtökum landbúnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Betra getur það tæpast orðið. Hagsmunasamtökin hafa hingað til hvert um sig stjórnað sínu ráðuneyti. Nú sjá þau fram á, að tök sín muni linast og að almannahagsmunir vegi þyngra en áður. Enda er fáránlegt og úrelt, að þröngir sérhagsmunir eigi greiðari aðgang að stjórnsýslunni en almannahagsmunir. Breytingin eflir stjórnsýsluna og veikir sérhagsmunina. Einmitt það er nefnilega svo frábært.