Mér sýnist fyrirhugað lestakerfi borgarinnar munu felast í að mjókka helztu umferðaræðar til að rýma fyrir lestarbrautum. Umferð bíla verður verulega heft með fækkun akreina og aukinna erfiðleika á gatnamótum. Galdralausnin er því á kostnað rafbílanna, sem annars hefðu leyst benzínbíla af hólmi. Ég óttast, að Dagur borgarstjóri sé ekki búinn að bíta úr nálinni með þetta plan. Samkvæmt erlendri reynslu verður lestakerfi tvöfalt eða þrefalt dýrara en áætlanir gera ráð fyrir. Líklega verður kerfið mun dýrara en öll þau mislægu gatnamót, sem annars yrðu byggð. Og reksturinn verður rosalegur á hvern haus í þessu fámenni.