Tel, að fólkið, sem vill breytingar í pólitík, sé þriðjungur þjóðarinnar. Tveir þriðju hlutar eru fastir í fjórflokknum, 25% hjá Sjálfstæðisflokki, tæp 20% hjá Samfylkingu og tæp 10% hjá Framsókn og Vinstri grænum hvorum fyrir sig. Þetta er botnfylgi hefðbundnu flokkanna, þegar þeir hafa allir gengið fram af þjóðinni. Þetta fylgi hlustar ekkert á umræðuna, þar sem uppreisnargjarni þriðjungurinn ræður ferð. Sá þriðjungur mun skiptast á ýmsa flokka, róttæka hægri-, vinstri- og miðflokka. Við þurfum minnst þrjá slíka flokka á þing með 10% fylgi á hvern. Þá verður hér loksins komið umbótaafl.