Áratugum saman var ég áskrifandi að Economist, sem var vel skrifað vikublað fyrir aldamótin síðustu og hefur verið kallað virðulegt vikublað í kynningu á íslenzku málþingi þess. Það er ekki rétt lýsing, enda gafst ég upp á blaðinu. Á þessum áratug hefur Economist orðið að róttæku hægra blaði, öldnum málsvara Chicago-skólans og Washington-samkomulagsins í hagfræði, hnattvæðingar í þágu stórfyrirtækja og andstöðu við stéttarfélög, stuðningi við stríð gegn Írak og helzt víðar. Enda hélt blaðið málþing fyrir sitt yfirstéttarfólk, sem þykist eiga Ísland.