Rotturnar löngu flúnar

Punktar

Nokkur ár eru síðan vitað var, að Costco kæmi til Íslands. Stjórnendur Haga hófu fyrir ári að losa sig við hlutafé í eigin fyrirtæki. Rotturnar vissu þá, að Bónus og Hagkaup mundu lenda í jarðskjálfta í sumar út af Costco. En lífeyrissjóðirnir, hvað gerðu þeir, aðaleigendur Haga? Þeir héldu áfram að kaupa hlutabréf í Högum, eins og enginn væri morgundagurinn. Hafa aldrei skilið, að umboðsmenn fólks verða að fara varlega í fjárfestingum. Alls ekki ana beint út fyrirsjáanlegt hrun. Það minnir okkur á, að núverandi eignarform og rekstrarform lífeyrissjóða er dautt. Það gengur ekki, að fábjánar höndli sem blindfullir með helztu eigur almennings.