Ég skil ekki tal forsetaritarans í Fréttablaðinu í gær. Ég skil ekki heldur frétt blaðsins. Örnólfur Thorsson segir þar, að forsetinn sé á ferðalagi í Peking og komi í næstu viku. Sama blað segir á öðrum stað, að forsetinn sé alls ekki í Peking. Hann afhenti handboltamönnum fálkaorður á Bessastöðum. Myndir af þeirri athöfn voru í öllum fjölmiðlum. Hví segir Örnólfur þá, að húsbóndi sinn sé erlendis? Er hann ruglaður eða forstokkaður? Skortir hann virðingu fyrir orðum sínum? Hvað með Fréttablaðið? Fjölmiðlar eiga að leysa þrautir, ekki að búa þær til. Ég hef ekki séð Örnólf bera ruglið til baka.