Rugl í ræktun hesta

Hestar

Íslenzkir hestar hafa ekki fimm gangtegundir, heldur sex. Valhopp var áður fyrr aðalgangtegundin, þegar menn voru að flýta sér. Nú er það ekki einu sinni tekið með í mati á hestum. Ræktun hrossa stælir erlenda montskóla aflagðra kóngaríkja. Unaðslegt, langstígt, skríðandi tölt þykir ekki fínt. Í staðinn hristast menn á heimsleikum á hágengu hopptölti, er gerir hest og mann örmagna á hálftíma. Það getur gengið í minni háttar útreiðum kringum hesthúsið, en dugar hvorki í hestaferðum né í haustleitum. Ræktun hestsins er orðin rugl stælinga á þjálfun hesta frá Slóveníu og Andalúsíu.